top of page

HVER VAR BONGÓ?

Elly Vilhjálms kom með apann Bongó til Íslands

Árið 1958 dvaldi söngkonan ástsæla, Elly Vilhjálms, á Spáni. Hún hafði átt sér þann draum að eignast apa. Þegar hún kom til baka til Íslands hafði hún í för með sér lítinn apa sem hún hafði tekið ástfóstri við og gefið nafnið Bongó.

 

Fyrstu tvö árin bjó Bongó hjá Elly í íbúð hennar í Reykjavík, en sambúðin og borgarlífið hentaði honum ekki sérlega vel. Elly var svo heppin að finna Bongó heimili í blómaskála Michelsen í Hveragerði þar sem hann dvaldi ævina á enda. Bongó vann fljótt hug og hjörtu þeirra sem komu í heimsókn í blómaskálann til að líta þennan sjaldséða gest augum. Gera má ráð fyrir að stót hluti þjóðarinnar hafi í það minnsta kosti einu sinni lagt leið til Hveragerði á sjötta áratugnum til að skoða apann og fá sér ís í leiðinni.

Við vildum minnast Bongós með því að gefa ísbúðinni nafn hans. Enn fremur spilum við mikið af lögum Ellyar og tónlist frá sjötta og sjöunda áratugnum í ísbúðinni. 

bottom of page