top of page
IMG_3630_edited.jpg

Sjeik

Sumir vilja frekar fá ísinn í fljótandi formi. Við notum laktósafrían ís í sjeikinn okkar og hægt er að velja úr fjölda bragðefna. Svo má líka blanda saman ólíkum bragðtegundum og búa til eitthvað alveg nýtt. Af hverju ekki að prófa að blanda saman mokka og karamellu eða jarðarberjum og súkkulaði?

Bongó - apa ís 

Þennan búum við til fyrir yngstu viðskiptavinina og aðra sem eru ungir í anda. Veldu uppáhalds ískúluna og við gerum okkar besta til að reyna að búa til apa fyrir þig. Okkur gæti tekist aðeins betur til en hér má sjá ... en útkoman gæti líka orðið verri! .

20211203_183103.jpg
20211207_140928_edited.jpg

Heitt súkkulaði með ís

Hér er á ferðinni nostalgía frá Eden á árum áður. Þar gátu gestir pantað heitt súkkulaði og fengið ís útí. Við notum að sjálfsögðu Nóa-Síríus suðusúkkulaði og laktósafría mjólk í þennan rétt.  

Ís-pressó

Er þetta ekki bara hinn fullkomni eftirréttur? Ítalir kalla þennan rétt affogato, Við setjum í glas  kúluís - að þínu vali - og hellum svo tvöföldum espressó útá. Þennan verða allir að prófa að minnsta kosti einu sinni.

IMG_3469.jpg
bottom of page