top of page
Grodurhusid2021_BK218804.jpg

ÍSRÚNTUR Í HVERAGERÐI

þar sem ísinn á heima!

Ef ísinn á einhvers staðar heima á Íslandi þá er það í Hveragerði. Í meira en hálfa öld hefur Kjörís framleitt þar ís sem mörgum finnst sá besti á Íslandi og þótt víða væri leitað. Fjölmargir þeirra sem eldri eru minnast þess ennþá að fara í ísrúnt til Hveragerðis og með þessari nýju ísbúð getum við vonandi endurvakið þann sið. Ísinn sem er á boðstólum hjá Bongó kemur allur frá Kjörís, sem hafa unnið með okkur að ýmsum nýjum útfærslum en einnig rifjað upp eldri uppskriftir. Við erum þakklátir Kjörís fyrir samstarfið og þolinmæðina.

Okkur langaði til að skapa lítinn heim þar sem ís-elskendur gætu sest niður og notið þess að borða góðan ís í fallegu umhverfi. Því miður býður íslenska veðráttan ekki oft upp á það að geta setið úti með svalandi ís ... en hjá okkur er alltaf bongó-blíða! Grunnhugmyndin á bakvið hönnunina var að búa til klassíska íbúð þar sem nostalgía og frönsk kaffihúsa stemmning svifi yfir vötnum. Við vonum að gestir okkar gleymi aðeins stund og stað og fari í smá ferðalag aftur í tímann með okkur.

Rut og Kristinn

IMG_3496.jpg

BONGÓ - ÍSBÚÐ - HVERAGERÐI

Innanhússhönnun: Rut Káradóttir
Grafísk hönnun: Ragnhildur Ragnarsdóttir

Eigandi: RK ehf, kt. 441199-3419 | vsknr. 64346

netfang: anita@bongois.is | sími: 660-2050

Verslunarstjóri: Aníta Dís Káradóttir | anita@bongois.is

Markaðsmál: Kristinn Arnarson | kristinn@husrum.is | sími 660-2050
Ljósmyndir á vefsíðu: Katarzyna Kozanczuk, Baldur Kristjáns ofl.

bottom of page